Fundargerð stjórnar 17.02.2015

Ár 2015, þriðjudaginn 17 febrúar kom stjórn SSNV saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu á Blönduósi og hófst fundurinn kl. 13:00. Mætt til fundar, Adolf H. Berndsen, Unnur V. Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bergur Elías Ágústsson framkvæmdastjóri SSNV sem einnig ritaði fundargerð.

Dagskrá:

1. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands (skipulag ráðuneyta og stofnana o.fl.), 434. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0666.html
Afgreiðsla: Stjórn SSNV lýsir yfir stuðningi frumvarpið.

2. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um
meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 24. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0889.html .
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

3. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um
stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES - reglur), 511. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið
nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis:
http://www.althingi.is/altext/144/s/0888.html .
Afgreiðsla:
Lagt fram til kynningar.
4. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um
uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum
minjum (heildarlög), 427. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 23. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0649.html .
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

5. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/144/s/0699.html .
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

6. Til allra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitafélaga. Hér með sendist til upplýsingar fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var föstudaginn 30. janúar sl. Fundargerðin hefur verið birt á vef sambandsins með þeim gögnum sem lögð voru fram á fundinum www.samband.is/um-okkur/fundargerdirstjornar/searchmeetings.aspx .
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

7. Siðanefnd Samband íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur útbúið meðfylgjandi fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Ritið ber heitið „Leiðbeiningar um gerð siðareglna og hlutverk siðanefndar“. Reynt var að setja leiðbeiningarnar upp á einfaldan og skýrann hátt og notast við dæmi til að vekja fólk til umhugsunar. Vonast siðanefndin til þess að leiðbeiningarnar veki upp jákvæða umræðu um siðamál og að hún nýtist kjörnum fulltrúum í sinni vinnu.
Afgreiðsla: Framkvæmdastjóra falið að afla frekari gagna um málið og leggja fyrir næsta fund.

8. Sóknaráætlun landshluta fyrir árin 2015 til 2019.
Afgreiðsla: Fyrir liggur samningur um sóknaráætlun fyrir Norðurland vestra. Um er að ræða umtalsverða skerðingu frá fyrra ár eða um 7 milljónir króna. Stjórn SSNV gagnrýnir harðlega nýjar úthlutunarreglur sem leiða til skerts fjármagns inn á svæðið. Niðurstaða er ekki í samræmi við þau drög sem kynnt voru á samráðsfundi 5. desember sl.
Stjórn samþykkir eftirfarandi skiptingu fjármuna uppbyggingarsjóðs fyrir 2015

  • Menningarstyrkir 30.000.000.-
  • Nýsköpun 30.000.000.-
  • Áhersluverkefni 10.000.000.-

Jafnframt felur stjórn Menningarráði NV að sjá um auglýsingu, mat og tillögur að úthlutun menningarstyrkja fyrir árið 2015. Framkvæmdastjóra er falið að hefja undirbúning að gerð sóknaráætlunar fyrir árin 2015 til 2019.

9. Fundargerð stýrihóps sóknaráætlunar.
Afgreiðsla: Lagt fram til kynningar.

10. Atvinnuþróun – Drög að samningi um verkkaup.
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög.

11. Rætur b.s.
Afgreiðsla: Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá fjárhagslegum samskiptum milli SSNV og aðildarfélaga Róta bs..

12. Ný heimasíða
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð í nýja heimasíður fyrir samtökin.

13. One system
Afgreiðsla: Stjórn samþykkir að bíða með ákvörðun að svo stöddu.

14. Málefni sem framkvæmdastjóri óskar að taka til umræðu. a. Námskeið í atvinnuráðgjöf fyrir starfsmenn (IMPRA) b. Sóknaráætlun 2011 til 2013, fjármunir, staða verkefna. c. Starfsmannamál, skipurit, til upplýsingar. d.

Afgreiðslur:

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16:00

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur V. Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

Bergur Elías Ágústsson (sign.)

Hér er hægt að nálgast fundargerð á PDF.