Fundargerð stjórnar 10.05.2016

 Hérmá nálgast fundargerðina á pdf formi

 

Fundargerð  6. fundar stjórnar SSNV  10. maí 2016.

 

Þriðjudaginn 10. maí kom stjórn SSNV saman til fundar á Sauðárkróki og hófst fundurinn kl. 09:30. 

Mætt til fundar: Adolf H. Berndsen, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Valgarður Hilmarsson, Sigríður Svavarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Björn Líndal Traustason framkvæmdstjóri sem ritaði fundargerð. Adolf H. Berndsen formaður setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá:

 

  1. Fundargerð stjórnar SSNV dags 05. apríl 2016
  2. Drög að ársreikningi 2015
  3. Nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra
  4. Erindi frá Samband ísl. sveitarfélaga v/ heilbrigðiseftirlits
  5. Erindi frá Samband ísl. sveitarfélaga v/ landsáætlun um uppbyggingu innviða í ferðamálum.
  6. Stefnumótandi byggðaáætlun
  7. Sóknaráætlun – Áhersluverkefni
  8. Stefnumótun atvinnuþróunar
  9. Tillaga ársþings SSNV um stofnun fulltrúaráðs
  10. Þjónustukönnun Byggðastofnunar v/ Norðurlands vestra
  11. Fundargerðir
  12. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi
  13. Skýrsla framkvæmdastjóra   
  14. Önnur mál

 

Afgreiðsla

 1.      Fundargerð stjórnar SSNV dags 05. apríl 2016

Fundargerð samþykkt

 

2.      Drög að ársreikningi 2015

Ársreikningur lagður fram til kynningar. Samþykkt að boða endurskoðanda til næsta fundar vegna yfirferðar ársreiknings.

 

3.      Nýsköpunarsjóður Norðurlands vestra

Á fjárlögum ársins 2016 er gert ráð fyrir 10 milljóna króna framlagi til Nýsköpunarsjóðs Norðurlands vestra. Stjórn samþykkir að úthlutanir úr sjóðnum verði sérstaklega vegna atvinnusköpunar ungs fólks.

 

 

4.      Erindi frá Samband ísl. sveitarfélaga v/ heilbrigðiseftirlits

Lagt fram erindi Sambands ísl. sveitarfélaga þar sem kynntar eru hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits, m.a. fækkun heilbrigðisumdæma.

 Stjórn SSNV leggur áherslu á að hlutverk og verkefni heilbrigðisnefnda verði ekki skert á nokkurn hátt og að heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga verði eftir sem áður sjálfstæðar stjórnsýslustofnanir heima í héraði.

 

5.      Erindi frá Samband ísl. sveitarfélaga v/ landsáætlun um uppbyggingu innviða í ferðamálum.

Lagt fram til kynningar. Stjórn samþykkir að Davíð Jóhannsson verði tengiliður SSNV við verkefnið.

 

 

6.      Stefnumótandi byggðaáætlun

Á fundi SSNV og Byggðastofnunar með samráðsvettvangi Sóknaráætlunar Norðurlands vestra þann 26. apríl s.l. var farið yfir verkáætlun Byggðastofnunar vegna gerðar Byggðaáætlunar.

Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir áherslum sveitarfélaga vegna Byggðaáætlunar.

 

7.      Sóknaráætlun – Áhersluverkefni

Á fundi samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Norðurlands vestra dags. 26. apríl 2016 var markmiðum og aðgerðum forgangsraðað í þeim tilgangi að hægt væri að vinna afmarkaða þætti sem sjálfstæð verkefni.

Framkvæmdastjóri lagði fram hugmyndir að nokkrum verkefnum og var honum ásamt starfsmönnum falið að vinna Áhersluverkefni 2016 úr hugmyndunum.

  

8.      Stefnumótun atvinnuþróunar

Framkvæmdastjóri lagði fram hugmyndir að reglum varðandi vinnu atvinnuráðgjafa. Honum falið að vinna áfram að framtíðarskipulagi atvinnuþróunar með aukna  skilvirkni og nýtingu þjónustunnar að leiðarljósi.

 

9.      Tillaga ársþings SSNV um stofnun fulltrúaráðs

Framkvæmdastjóri lagði fram gögn um það hvernig skipulagi annarra landshlutasamtaka er háttað. Formanni og framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu og leggja tillögur fyrir stjórn.

 

10.  Þjónustukönnun Byggðastofnunar v/ Norðurlands vestra

Þjónustukönnun Byggðastofnunar v/ Norðurlands vestra lögð fram til kynningar

 

11.  Fundargerðir

Eftirfarandi fundargerðir lagðar fram til kynningar:

 

Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 838 dags. 29.04.2016

Fundargerð stjórnar SASS nr. 507 dags. 1. apríl 2016

Fundargerð stjórnar Eyþings nr. 278 dags 9. mars. 2016

Fundargerð stjórnar SSA nr. 7 dags 19. apríl 2016

Fundargerð stjórnar SSS nr. 702 dags 20. apríl 2016

Fundargerð stjórnar SSH nr. 428 dags 4. apríl 2016

Fundargerð stjórnar SSV nr. 123 dags. 16. mars 2016

Fundargerð stjórnar FV dags 21. mars 2016

 

12.  Umsagnarbeiðnir frá Alþingi

Beiðnir um umsagnir vegna eftirfarandi mála hafa borist frá Alþingi. 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar, 672. mál. 

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, 673. mál. 

Stjórn samþykkir að senda ekki umsagnir um ofangreind mál.

 

13.  Skýrsla framkvæmdastjóra           

Framkvæmdastjóri fór yfir störf sín frá síðasta fundi. Lagði m.a. fram yfirlit yfir rekstur samtakanna fyrstu þrjá mánuði ársins. Rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.

 

14.  Önnur mál

a)      Formaður greindi frá fundi hans og framkvæmdastjóra með Umhverfis- og samgöngunefnd þann 27. apríl s.l. Þar afhentu þeir nefndarmönnum m.a. ályktun ársþings SSNV 2015 um samgöngumál.

b)      Samþykkt að víkja frá fundaáætlun ársins 2016 vegna júní og að næsti fundur stjórnar verði þann 8. júní n.k.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 10:30.

 

Adolf H. Berndsen (sign.)

Unnur Valborg Hilmarsdóttir (sign.)

Valgarður Hilmarsson (sign.)

Sigríður Svavarsdóttir (sign.)

Stefán Vagn Stefánsson (sign.)

 

Björn Líndal Traustason (sign.)