Fundur haldinn í Fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar föstudaginn 22. maí, kl. 13:00, á skrifstofu SSNV á Hvammstanga.
Mætt voru: Leó Örn Þorleifsson, formaður, Hólmfríður Sveinsdóttir, Guðmundur Haukur Jakobsson, Gunnsteinn Björnsson, Elín Aradóttir og Sveinbjörg Pétursdóttir, starfsmaður fagráðsins sem jafnframt ritaði fundargerð.
Dagskrá:
1. Afgreiðsla fundargerðar frá 12.05.2015
Fundargerð samþykkt án athugasemda.
2. Vanhæfi nefndarmanna við afgreiðslu einstakra umsókna
Farið var yfir stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög um vanhæfi við umræðu og afgreiðslu einstakra umsókna, einnig við hvaða umsóknir nefndarmenn væru vanhæfir. Þeir nefndarmenn, sem vanhæfir voru, viku síðan af fundi á meðan viðkomandi umsókn var rædd og afgreidd.
Vanhæfi: Verkefnastyrkir
Hólmfríður nr. 4, 28
Gunnsteinn nr. 29, 30
Guðmundur nr. 5, 7
3. Tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar um styrkveitingar
Alls bárust 30 umsóknir um verkefnastyrki. Samþykkt var að leggja til við Úthlutunarnefnd að 14 umsóknir fengju styrk samtals að upphæð 30.000.000 kr. Nánari útlistun má sjá í fylgiskjalinu „Tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar til úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs 2015“.
4. Matsblað
Nokkrar umræður urðu um reynsluna af notkun matsblaðsins.
5. Önnur mál
Ekkert.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16.30.
Sveinbjörg Pétursdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550