Hér má nálgast pdf útgáfu fundargerðarinnar.
Mánudaginn 12. september 2023 kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 09.30.
Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Vignir Sveinsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Friðrik Már Sigurðsson og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
Einar E. Einarsson boðaði forföll.
Dagskrá:
1. Nýtt samstarfsverkefni með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Landsvirkjun.
2. Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.
3. Haustfundur atvinnuþróunarfélaganna.
4. Áfanga- og markaðsstofa Norðurlands.
5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Afgreiðslur
1. Nýtt samstarfsverkefni með Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Landsvirkjun.
Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur og yfirmaður nýsköpunar hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti kynnti drög að samstarfi milli SSNV, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Landsvirkjunar. Stjórn samþykkir að umræða skuli tekin á samningastig og er spennt fyrir framhaldinu.
2. Uppbyggingarsjóður Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.
Sveinbjörg Pétursdóttir starfsmaður SSNV kom til fundar við stjórn og fór yfir úthlutunarreglur og verkferil. Dagsetningar samþykktar. Úthlutunarsjóður opnar 26. september 2023 og lokadagur umsókna er 1. nóvember 2023.
3. Haustfundur atvinnuþróunarfélaganna
Haustfundur atvinnuþróunarfélaga verður haldinn í Keflavík 1. nóvember nk. Starfsfólk samtakanna sækir fundinn í samræmi við umræður.
4. Áfanga- og markaðsstofa Norðurlands
Áfanga- og markaðsstofa Norðurlands, umræða, samningar og nálgun. Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá samningum fyrir hönd stjórnar og gæta samstarfs og hagsmuna landshlutans.
5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
Stjórn SSH, 11. ágúst 2023. Fundargerðin.
Stjórn SSH, 7. september 2023. Fundargerðin.
Stjórn SSV, 23. ágúst 2023. Fundargerðin.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra. Fréttir af starfseminni og staða verkefna. Skýrsla framkvæmdastjóra er flutt munnlega.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:44
Guðmundur Haukur Jakobsson, Vignir Sveinsson, Friðrik Már Sigurðsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Katrín M. Guðjónsdóttir.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550