Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV, 3. júní 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fimmtudaginn 3. júní 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga. Hófst fundurinn kl. 14:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson (í fjarfundi), Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir atvinnuráðgjafi kemur til fundar við stjórn.
  2. Tilnefning formanns samgöngu- og innviðanefndar SSNV.
  3. Tilnefning Persónuverndarfulltrúa SSNV.
  4. Sumarfrí.
  5. Fundargerðir.
  6. Umsagnarbeiðnir.
  7. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  8. Önnur mál.

 

 

Afgreiðslur

1. Sveinbjörg Rut Pétursdóttir atvinnuráðgjafi kemur til fundar við stjórn.

Sveinbjörg fór fyrir Digi2Market verkefnið sem SSNV er aðili að ásamt aðilum frá Írlandi og Finnlandi. Verkefnið gengur út á að aðstoða smærri og meðalstór fyrirtæki í að nýta stafrænar leiðir til markaðssetningar. Stjórn þakkar greinargóða yfirferð yfir verkefnið.

 

Sveinbjörg vék af fundi að þessum lið loknum.

 

2. Tilnefning formanns samgöngu- og innviðanefndar SSNV.

Á 29. ársþingi SSNV var samþykkt að skipa samgöngu- og innviðanefnd sem hefði það hlutverk að endurskoða Samgöngu- og innviðaáætlun landshlutans frá árinu 2019. Sveitarfélögunum á starfssvæði samtakanna var gefinn frestur til 31. maí til að senda inn tilnefningar aðal- og varamanna í nefndina.

 

Eftirfarandi tilnefningar hafa borist:

 

Aðalmenn

Sigurgeir Þór Jónasson, Blönduósbæ

Magnús Magnússon, Húnaþingi vestra

Einar Kristján Jónsson, Húnavatnshreppi

Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Skagabyggð

Drífa Árnadóttir, Akrahreppi

Regína Valdimarsdóttir, Sveitarfélaginu Skagafirði

Alexandra Jóhannsdóttir, Sveitarfélaginu Skagaströnd

 

Varamenn

Guðmundur Haukur Jakobsson, Blönduósbæ

Friðrik Már Sigurðsson, Húnaþingi vestra

Ragnhildur Haraldsdóttir, Húnavatnshreppi

Magnús Björnsson, Skagabyggð

Ólafur Bjarni Haraldsson, Sveitarfélaginu Skagafirði

Halldór Gunnar Ólafsson, Sveitarfélaginu Skagaströnd

 

            Stjórn skipar Regínu Valdimarsdóttur formann nefndarinnar.

           

            Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri mun starfa með nefndinni.

 

3. Tilnefning Persónuverndarfulltrúa SSNV.

 Stjórn tilnefnir Matthías Rúnarsson sem persónuverndarfulltrúa SSNV í stað Katharinu Ruppel sem látið hefur af störfum fyrir samtökin.

 

4. Sumarfrí.

Venju samkvæmt fundar stjórn ekki í júlí. Næsti fundur stjórnar er áformaður 24. ágúst.

 

5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stjórn SSH, 3. maí 2021. Fundargerðin. 

Stjórn SSV, 28. apríl 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 5. maí 2021. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 7. maí 2021. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 30. apríl 2021. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 10. maí 2021. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 19. apríl 2021. Fundargerðin.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 4. maí 2021. Fundargerðin.

 

6. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis. 640. mál. Umsagnarfrestur til 26. maí 2021.

Tillaga til þingsályktunar um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd. 696. mál. Umsagnarfrestur til 31. maí 2021.

Hvítbók um byggðamál. Mál nr. 115/2021. Umsagnarfrestur til 31. maí 2021.

 

Ekki þykir ástæða til umsagna um framangreind mál.

 

7. Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

8. Önnur mál. 

a)      Markaðsstofa Norðurlands.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)     Stafrænt ráð sveitarfélaga.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.

 

c)  Sumarstörf námsmanna.

Ráðinn hefur verið sumarstarfsmaður í tengslum við átak ríkisstjórnarinnar um sumarstörf námsmanna. Anton Scheel Birgisson mun hefja störf um miðjan júní og

sinna áhersluverkefnum um hnitsetningu gönguleiða og skiltamál. Starfstími er 2 ½ mánuður. Stjórn býður Anton velkominn til starfa.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 16:02.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Halldór G. Ólafsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir