Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.
Fundargerð 55. fundar stjórnar SSNV, 12. maí 2020.
Þriðjudaginn 12. maí 2020 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga. Hófst fundurinn kl. 09:30.
Mætt voru: Þorleifur Karl Eggertsson, Stefán Vagn Stefánsson, Álfhildur Leifsdóttir (í fjarfundi), Valdimar O. Hermannsson, Ragnhildur Haraldsdóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Þorleifur Karl Eggertsson formaður setti fundinn og stjórnaði honum.
Dagskrá
Afgreiðslur
1. 3ja mánaða uppgjör.
Lagt fram 3ja mánaða uppgjör samtakanna. Rekstur er almennt skv. áætlun.
2. Afgreiðsla stjórnar SSNE á tillögu að skipan áfangastaðastofu á Norðurlandi.
Lagt fram til kynningar. Afgreiðsla stjórnar SSNE er samhljóða afgreiðslu stjórnar SSNV frá 53. fundi hennar þann 3. mars 2020.
3. Sérstök átaksverkefni vegna áhrifa Covid-19
Stjórn samþykkir eftirfarandi verkefni sem sérstök átaksverkefni vegna áhrifa Covid-19 og felur framkvæmdastjóra útfærslu verkáætlana og framkvæmd þeirra:
Nýting upplýsingatækni í skólastarfi
Sölubíll
Matur, menning og músik, sjónvarpsþættir
Hnitsetning og merking gönguleiða
Framleiðsla á stuttum myndböndum og markaðsefni ætluðu samfélagsmiðlum
Stafræn leiðsögn um sýningar og sögustaði
Miðstöð stafrænnar afritunar
Stafrænt móttökuverkstæði
Glatvarmaverkefni
Skiltaverkefni
Uppskrift að góðum degi á Norðurlandi vestra
Markaðsstofa Norðurlands - rafræn leiðsögn
Stafræn miðlun viðburða
Barnamenningarhátíð
Öðrum hugmyndum er þar með hafnað.
Vert er að þakka þeim fjölmörgu sem sendu inn hugmyndir sem alls voru 90 talsins. Afar gleðilegt er að sjá þann kraft og þá hugmyndaauðgi sem er að finna á Norðurlandi vestra. Áætla má að heildarkostnaður allra þeirra hugmynda sem bárust sé á bilinu 250-300 milljónir. Það er því ljóst að það viðbótar fjármagn sem veitt var inn í sóknaráætlanir vegna ástandsins dugar skammt til að bæta upp þann skaða sem orðinn er í landshlutanum en viðbótin sem inn á Norðurland vestra kom var um 26,5 milljónir. Nauðsynlegt er að auka enn fjármagn í farveg sóknaráætlana vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna áhrifa Covid-19.
Þeir forsvarsmenn verkefna sem ekki fengu brautargengi eru hvattir til að vinna verkefni sín áfram og eru atvinnuráðgjafar SSNV tilbúnir til samstarfs þar um. Einnig vill stjórn benda umsækjendum á Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra sem og aðra sjóði. Atvinnuráðgjafar SSNV veita ráðgjöf og stuðning við gerð umsókna.
4. Fundargerðir.
Lagðar fram til kynningar.
a) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 24. apríl 2020. Fundargerðin.
b) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 29. apríl 2020. Fundargerðin.
c) Stjórn SASS, 22. apríl 2020. Fundargerðin.
d) Stjórn SASS, 3. apríl 2020. Fundargerðin.
e) Stjórn SSH, 7. apríl 2020. Fundargerðin.
f) Stjórn SSH, 17. apríl 2020. Fundargerðin.
g) Stjórn SSNE, 8. apríl 2020. Fundargerðin.
h) Stjórn SSV, 29. apríl 2020. Fundargerðin.
i) Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 6. apríl 2020. Fundargerðin.
j) Stjórn Markaðsstofu Norðurlands, 21. apríl 2020. Fundargerðin.
5. Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda.
a) Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál. Sjá þingskjal hér. Umsagnarfrestur til 22. maí.
b) Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál. Sjá þingskjal hér. Umsagnarfrestur til 20. maí.
Ekki þykir ástæða til umsagna um ofangreind mál.
6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
Flutt munnlega á fundinum.
7. Önnur mál.
a) Erindi frá skólanefnd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.
Lagt fram erindi frá skólanefnd Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Í erindinu er farið yfir brýna þörf á viðbyggingu við verknámshús skólans. Þess er farið á leit að stjórn SSNV beiti sér fyrir því að sveitarfélög á starfssvæðinu og ríkið komi saman að verkefninu svo hægt verið að hefja framkvæmdir hið fyrsta. Viðbyggingin hefur þegar verið teiknuð og því hægt að hefja framkvæmdir innan skamms tíma. Stjórn SSNV tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að senda bréf á sveitarstjórnir á starfssvæðinu til að staðfesta vilja þeirra til að koma að verkefninu.
b) Markaðsstofa Norðurlands.
Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.
c) Erindi frá Hreini Sigurðssyni.
Lagt fram erindi frá Hreini Sigurðssyni dags. í mars 2020. Afgreiðslu frestað.
d) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.
Framkvæmdastjóra falið að gera drög að bókun vegna fyrirhugaðrar skerðingar á framlögum úr jöfnunarsjóði og áhrifum þeirra á sveitarfélögin á starfssvæðinu.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:18.
Þorleifur Karl Eggertsson
Valdimar O. Hermannsson
Stefán Vagn Stefánsson
Álfhildur Leifsdóttir
Ragnhildur Haraldsdóttir
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550