Fundargerð 102. fundar stjórnar SSNV, 9. janúar 2024

Fundargerð 102. fundar stjórnar SSNV, 9. janúar 2024
Þriðjudaginn 9. janúar 2024, kom stjórn SSNV saman til fundar á Teams. Hófst fundurinn kl. 9.30.

Mætt voru: Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Jóhanna Ey Harðardóttir, Magnús Magnússon og Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

 

Stjórn SSNV þakkar Friðriki Má Sigurðssyni fyrir samstarfið og býður Magnús Magnússon velkominn í stjórn SSNV.

Dagskrá:

  1. Framlög ársins 2024
  2. Áhersluverkefni SSNV árið 2024
  3. Samningar við Ferðamálastofu vegna Áfangastaðastofu
  4. Úthlutanir Uppbyggingarsjóðs
  5. C1 verkefni – umsóknir
  6. Nýting glatvarma í Húnabyggð
  7. Minjaráð Norðurlands vestra
  8. Haustþing SSNV
  9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
  10. Skýrsla framkvæmdastjóra

Afgreiðslur

1. Framlög ársins 2024

Framkvæmdastjóri kynnir grunnframlög til landshlutasamtakanna árið 2024. Minnisblað lagt fram til kynningar með þeim upplýsingum sem liggja fyrir.

Framlög ársins sundurliðun:

Grunnframlag til sóknaráætlunar:                              104.888.742

Viðaukasamningur sóknaráætlunar:                            10.000.000

Viðbótarframlag til mótun nýrrar sóknaráætlunar:       6.003.280

Vegna atvinnu- og byggðaþróunar:                                32.402.447

Framlag Jöfnunarsjóðs:                                                 38.932.848

 2. Áhersluverkefni SSNV árið 2024

Áhersluverkefni fyrir árið 2024 eru 12 talsins þar af 3 ný. Áhersluverkefnin eru í þetta sinn til eins árs eða á meðan núgildandi sóknaráætlun er í gildi. Stjórn samþykkir skiptingu fjármagns og verkefni. 

Verkefnin eru eftirfarandi:

 

Ný verkefni:

Ungt fólk á Norðurlandi vestra

Skíðasvæði Norðurlands vestra

Markaðssókn - Aukinn sýnileiki Norðurlands vestra

 

Verkefni frá fyrra ári:

Auknar fjárfestingar á Norðurlandi vestra

Matvælasvæðið Norðurland vestra

Aukin nýsköpun í kennslu - Fab lab

Skrifstofusetur

Stuðningsátak í ferðaþjónustu

Landshluti í forystu í loftslagsmálum og heimsmarkmiðum

Stuðningur við nýsköpun

Erlend samstarfsverkefni

Textíl Lab á Blönduósi

 

3. Samningar við Ferðamálastofu vegna Áfangastaðastofu

SSNV er samningsaðili við Ferðamálastofu. SSNV og SSNE semja í sameiningu við áfangastaðastofu Norðurlands. Nýr samningur er ólíkt fyrri samningum einungis til eins árs þar sem unnið er að því að endurskoða samningana í heild.

4. Úthlutanir Uppbyggingarsjóðs

Úthlutanir uppbyggingarsjóðs fyrir árið 2024 liggja fyrir. Þau verkefni sem fengu úthlutun úr uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra verða kynnt fljótlega á vef SSNV. Í stað hefðbundinnar úthlutunarhátíðar verður eins og fyrra ár verkefnum gefin aukinn sýnileiki í samstarfi við eigendur verkefna.

5. C1 verkefni – umsóknir

Magnús Barðdal starfsmaður SSNV kom til fundar og kynnti yfirferð á umsóknum sem SSNV mun senda frá sér fyrir hönd landshlutans í C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða.

Landshlutasamtök sveitarfélaga geta í samstarfi við haghafa í hverjum landshluta sótt um framlög í samkeppnissjóð vegna verkefna sem nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans eða landshlutanum í heild. Veitt verður allt að 130 milljónum kr. fyrir árið 2024 úr samkeppninssjóðnum. Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudagsins 22. janúar 2024.

 6. Nýting glatvarma í Húnabyggð

Magnús Barðdal starfsmaður SSNV kynnti stöðu á verkefninu. Fyrir liggur verkáætlun um næstu skref í verkefninu sem felst í nánari greiningu á tækifærum til nýtingar á glatvarmanum. Verkefnið er á þróunarstigi og munu næstu misseri fara í að afmarka verkefnið nánar með það fyrir augum að efla atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Magnús Barðdal vék af fundi af þessum lið loknum.

 7. Minjaráð Norðurlands vestra

Sjórn SSNV skipar tvo í Minjaráð: Formann atvinnu, menningar og kynningarnefndar Skagafjarðar Ragnar Helgason og Kristján Steinar Kristjánsson úr Skagabyggð.

 8. Haustþing SSNV

Fyrirhugað var að halda Haustþing SSNV fimmtudaginn 10. október 2024 sem skarast nú á við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í RVK. Ný dagsetning er því þriðjudaginn 15. október 2024.

 9. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Stjórn SASS, 8. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 29. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 6. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSV, 29. nóvember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSA, 16. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn Austurbrúar, 8. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 5. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 15. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 4. desember 2023. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 18. desember 2023. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðs um byggðamál, 4. desember 2023. Fundargerðin.

 10. Skýrsla framkvæmdastjóra

Fréttir af starfseminni og staða verkefna.    

 

Fleira var ekki tekið fyrir.

 Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:05

 

Guðmundur Haukur Jakobsson, Einar E. Einarsson, Vignir Sveinsson, Magnús Magnússon, Jóhanna Ey Harðardóttir,Katrín M. Guðjónsdóttir.