Það var mikið spáð og spekúlerað þegar ferðaþjónustuaðilar og fleiri af svæðinu komu saman s.l. miðvikudag í Húnaveri til að "kíkja í kjarnann", eins og heiti vinnustofunnar lagði upp með. Undir öruggri stjórn Hjartar Smárasonar hjá Saltworks rýndu þátttakendur m.a. í þau ýmsu atriði, sem þeim þykja einkenna svæðið og hvernig þau geti haft áhrif á ímynd þess í jákvæðum og neikvæðum skilningi. Í þessu samhengi er litið til helstu þátta, sem eru undir þegar kemur að ásýnd svæðis jafnt sem áfangastaðar ferðafólks, sem og búsetu- og/eða fjárfestingakost. Nú er unnið að ákveðinni mörkunarvinnu fyrir Norðurland vestra og er afurðum vinnustofunnar ætlað að nýtast inn í það verkefni.
Það var mál manna að möguleikinn á að geta hist aftur í raunheimum hafi verið kærkominn gagnvart svona verkefni og að áhugavert hafi verið að beina sjónum inn á við á þennan hátt.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550