Styrkir til atvinnumála kvenna

Á dögunum voru kynntir styrkhafar Atvinnumála kvenna en frá árinu 1991 hefur sjóðurinn styrkt konur í frumkvöðlastarfi. Í ár hljóta 4 verkefni á Norðurlandi vestra styrk. Þau eru:

 

Lífrænar baunir og ertur, forsvarskona ElínBorg Erla Ásgeirsdóttir, Breiðargerði í Skagafirði. Styrkupphæð 890 þúsund til vöruþróunar.

Ráðgátur ehf, forsvarskona Kristín Ólafsdóttir, Hvammtanga. Styrkupphæð 750 þús til vöruþróunar snjallforrits.

Verðandi endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi, forsvarskonur Þuríður Helga Jónasdóttir og Solveig Pétursdóttir. Styrkupphæð 600 þúsund til hönnunar og markaðssetningar.

Listasafn kvenna á Íslandi, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Skagasrtrönd. Styrkupphæð 600 þúsund til gerðar viðskiptaáætlunar.

 

Við óskum þessum öflugu konum til hamingju með styrkina og góðs gengis í verkefnum sínum.