Á heimasíðu Byggðastofnunar er auglýsing um styrki til að fjölga óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Er þessi styrkur kominn til vegna aðgerðar B.7. á byggðaáætlun sem hefur það að markmiði að efla búsetufrelsi með fjölgun atvinnutækifæra og auknum fjölbreytileika starfa á landsbyggðinni. Ríkisstofnanir geta sótt um styrki og þannig fjölgað óstaðbundnum opinberum störfum á landsbyggðinni.
Ítarlegri upplýsingar um styrkina eru á heimasíðu Byggðastofnunar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550