Stutt námskeið um rekstraráætlanir

SSNV hefur sett saman stutt námskeið sem fjallar um rekstraráætlanir og mikilvægi þeirra í rekstri fyrirtækja. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum betri yfirsýn yfir hvað rekstraráætlun er, til hvers hún nýtist og hvernig eigi að setja slíka áætlun upp fyrir sinn rekstur. Námskeiðið stendur þátttakendum til boða þeim að kostnaðarlausu.

Námskeiðið er hluti af verkefninu Target Circular, sem miðar að því að efla rekstrarfærni og sjálfbærni í atvinnulífinu, og er fjármagnað í gegnum Norðurslóðaáætlun. Í gegnum námskeiðið læra þátttakendur um grunnatriði rekstraráætlana, hvernig tekjur og kostnaður eru sett fram og hvernig hægt er að nýta rekstraráætlanir til að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð fyrirtækisins.

Námskeiðið er aðgengilegt á netinu og hentar jafnt fyrir frumkvöðla, eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem og aðra sem vilja dýpka þekkingu sína á rekstraráætlunum.

Námskeiðið má finna hér

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, verkefnastjóri Target Circular á Íslandi, á netfanginu sveinbjorg@ssnv.is eða í síma 419-4551.