Stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi vestra

Nú á vordögum var kynnt stefnumótunarskýrsla fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi vestra. Forsaga málsins var áhugi ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga á svæðinu að fá fram betri gögn um sérstöðu og möguleika tengdar atvinnugreininni. SSNV fékk Hjört Smárason ráðgjafa hjá Saltworks í verkefnið, en hann hefur tekið að sér viðlíka verkefni fyrir marga áfangastaði víða um lönd auk þess sem hann starfaði fyir skemmstu sem ferðamálastjóri Grænlands.  

Í skýsrslunni er velt upp þeim þáttum, sem svæðið þykir standa fyrir og hvernig þeir geti nýst í að þróa ferðaþjónustu til framtíðar.

Verið er að skoða og skilgreina næstu skref og gert ráð fyrir að vinnustofur tengdar vöruþróun ofl hefjist með haustinu.   

 

Nánari upplýsingar veitir Davíð Jóhannsson  david@ssnv.is

 

Skýrsluna má finna hér