Startup Reykjavík auglýsir eftir umsóknum

Viðskiptahraðallinn Startup Reykjavík fer nú af stað í fimmta sinn og óskar eftir kraftmiklum teymum með snjallar viðskiptahugmyndir. Hver sem er getur sótt um í Startup Reykjavík, hvort sem það er einstaklingur eða fyrirtæki en engar kröfur eru gerðar um hversu langt á veg hugmynd þarf að vera komin. Tíu bestu hugmyndirnar verða valdnar og fá fulltrúar þeirra meðal annars:

  • 2.400.000 í fjárfestingu fyrir 6% eignarhlut
  • Skrifstofurými í 10 vikur
  • Ráðgjöf frá meira en 60 leiðbeinendum (mentors)
  • Leiðsögn og aðstoð við að byggja upp viðskiptahugmynd
  • Aðgang að fjölda viðburða til að virkja tengslanet
  • Tækifæri til þess að kynna fyrir fjárfestum
  • Aðgang að tengslaneti Global Accelerator Network

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2016. Sjá nánar hér.