Stafræn markaðssetning og hagnýting gervigreindar í ferðaþjónustu - fundur 11. apríl

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og samtök sveitarfélaga á Norðurlandi standa fyrir fundi á Hótel Tindastóli fimmtudaginn 11. apríl kl. 11-14.

Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi vestra eru boðnir velkomnir á fund um stafræna markaðssetningu og hagnýtingu gervigreindar í ferðaþjónustu.

Í heimi þar sem tækniþróun er hraðari en nokkru sinni fyrr, er nauðsynlegt fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að tileinka sér stafrænar lausnir til að halda í við samkeppnina og mæta væntingum viðskiptavina. Stafræn markaðssetning og gervigreind eru lykilþættir sem geta hjálpað fyrirtækjum að ná betri árangri, auka sýnileika og bæta þjónustu við viðskiptavini.
 
Fundurinn er opinn öllum og aðgangur frír.
 
Nánari upplýsingar um dagskrá fundarins sem og skráningarform má finna á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar og Facebook-síðu viðburðarins.