SSNV tekur þátt í fyrirtækjakönnun landshlutanna

SSNV er þátttakandi í fyrirtækjakönnun landshlutanna sem Vífill Karlsson hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur unnið um nokkurra ára skeið. Könnunin hefur verið send út á fyrirtæki á svæðinu, allt frá einyrkjum til stærri fyrirtækja og annarra sem hafa fólk í vinnu. Í könnuninni er leitað eftir viðhorfi forsvarsmanna fyrirtækja á landsbyggðinni til núverandi stöðu þeirra og framtíðarhorfa. Er það liður í því að bæta þekkingu opinberra aðila og almennings á stöðu atvinnulífsins á landsbyggðinni. Niðurstöður könnunarinnar gætu einnig nýst til að meta betur mögulegan stuðning sem SSNV gæti veitt til fyrirtækja á svæðinu. Það er því afar mikilvægt að þeir sem fengið hafa könnunina senda í tölvupósti gefi sér tíma til að taka þátt og þannig leggja sitt af mörkum.

 

Frá því að kannanirnar fóru fyrst af stað árið 2013 hefur safnast saman mikil þekking og er dæmi að finna um það hér:

 

Fjárfestingarvilji fyrirtækja (Lifandi tölfræði) á slóðinni: http://ssv.is/skemmtileg-tolfraedi/fyrirtaeki/fyrirtaekjakonnun/fjarfestingar/

Horfur í starfsmannamálum (Lifandi tölfræði) á slóðinni: http://ssv.is/skemmtileg-tolfraedi/fyrirtaeki/fyrirtaekjakonnun/starfsmannamal/

Styttri greinagerðir (kallaðar Glefsur) á slóðinni: http://ssv.is/wp-content/uploads/2016/09/Skra_0075997.pdf

Lengri greinagerðir (kallaðar skýrslur eða Hagvísar) á slóðinni: http://ssv.is/wp-content/uploads/2016/09/Skra_0069000.pdf eða þá allra nýjustu hér http://ssv.is/wp-content/uploads/2018/05/Fyrirtaekjakonnun2017_skyrsla_SSV_12018.doc.pdf