Skapa.is - upplýsingasíða og nýsköpunargátt fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

Ný og endurbætt síða skapa.is er komin í loftið. Um er að ræða nýsköpunargátt, upplýsingaveitu og fræðsluvef fyrir frumkvöðla og aðra aðila sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýsköpunarumhverfinu. Á síðunni eru teknar saman helstu upplýsingar fyrir frumkvöðla og yfirlit yfir stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. 

 

Skapa.is var fyrst opnuð í upphafi árs 2023 af Ólafi Erni Guðmundssyni, síðan hefur nú fengið stærra hlutverk með stuðningi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Á síðunni er hægt að finna upplýsingar um nýsköpunarumhverfið á landsbyggðinni þ.á.m. nýsköpunardagatal, upplýsingar um styrki, stuðning, starfsemi og tengda viðburði sem auðveldar frumkvöðlum um allt land að koma hugmyndum sínum á framfæri. 

 

Við hvetjum öll áhugasöm til að kynna sér Skapa.is