Rafrænn kynningarfundur um Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra 2025

Við bjóðum áhugasömum að taka þátt í rafrænum fundi um Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra þar sem farið verður yfir breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins og bestu leiðir til að skrifa sterka umsókn.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 7. október kl. 12:00 á Teams og hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum sem eru að huga að verkefnum sem gætu hlotið styrk úr sjóðnum. Á fundinum verður fjallað um helstu breytingar á úthlutunarreglum, hvað þarf til að skrifa góða umsókn og hvernig best er að undirbúa sig fyrir ferlið. Þátttakendum gefst einnig kostur á að spyrja spurninga og fá ráðleggingar.

Fundurinn er opinn öllum en skráning er nauðsynleg til að fá sent fundarboð. Skráðu þig hér: https://forms.office.com/e/VAgaubUFmk

Vertu með og komdu þínum verkefnum af stað!