Plast er í grunninn búið til úr olíu og því er afar mikilvægt að það endi ekki úti í náttúrunni með tilheyrandi mengun.
Það er allra hagur að plastið sé flokkað frá öðrum úrgangi svo hægt sé að nýta það sem endurvinnsluhráefni. Sumt plast fer í efnislega endurvinnslu, annað er ekki endurvinnanlegt og fer þá í orkuvinnslu.
Plast er flokkað í marga flokka eftir efnasamsetningu en fyrir hinn almenna neytanda er mikilvægasta skrefið að skila plasti til endurvinnslu, ítarlegri flokkun fer svo fram á endurvinnslustöðvunum.
Almenna reglan er sú að nauðsynlegt er að hreinsa plastið áður en það fer í endurvinnslu því óhreint plast er í raun rusl og óendurvinnanlegt en hreint er endurvinnsluhráefni.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550