Lokaviðburður Startup Storms verður haldinn á Akureyri fimmtudaginn 14. nóvember frá kl. 16-18!
Sjö teymi voru valin í Startup Storm og eru þau búin að vera að vinna að nýsköpunarverkefnunum sínum með okkur sl. sjö vikur. Á viðburðinum munu þau stíga á svið og segja okkur frá sínu fyrirtæki með stuttri kynningu (e. pitch)
Teymin eru:
Akur Organic - Nýtt framleiðslufyrirtæki í lífrænni ræktun í Langanesbyggð.
Syðra Holt – Fjölmenningarlegt lífrænt býli sem starfar á sviði landbúnaðar, búfjárræktar, matvælaframleiðslu og lista, með það að markmiði að halda áfram að vaxa og þróa verkefnið með opnun kaffihúss (veitingahús).
Hret Víngerð – Hret víngerð þróar létt og freyðandi ávaxtavín sem bruggað er á Norðurlandi vestra úr rabarbörum af svæðinu og selt heima- og ferðamönnum um land allt.
Skynró – Hannar fatnað fyrir einstaklinga með skynúrvinnsluvanda. Flíkurnar munu sinna ólíkum skynþörfum einstaklinga með aukahlutum sem eru skynörvandi, veita ró og öryggi án þess að vera áberandi.
Kayakar – Kajakleiga þar sem þú ferð á eigin vegum. Einnig er þetta hjólaleiga með skipulagðar ferðir og matarupplifun. Fyrirtæki í stöðugri vöruþróun í afþreyingarferðamennsku.
Listakot Dóru – Söguganga í myrkri undir orðinu myrkurgæði. Það er upplifun að vera í algjöru myrkri og hafa landslagið í skugga.
Semey – Listamannadvöl á Ólafsfirði, útbúa aðstöðu og umgjörð fyrir listamenn til að iðka list og efla skapandi greinar í Fjallabyggð.
Viðburðurinn fer fram í Hofi á Akureyri og verða léttar veitingar í boði fyrir gesti.
Til að áætla fjölda fyrir veitingar þarf að skrá sig á viðburðinn hér!
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550