Líflegar ruslatunnur á Skagaströnd!

Stórglæsilegar ruslatunnur en listamennirnir eru þær Anna Marie Gruenberger, Arnrún Hildur Hrólfsdót…
Stórglæsilegar ruslatunnur en listamennirnir eru þær Anna Marie Gruenberger, Arnrún Hildur Hrólfsdóttir og Gígja Heiðrún Óskarsdóttir / mynd er tekin af heimasíðu sveitarfélagsins

Vinnuskólinn í Sveitarfélaginu Skagaströnd hefur undanfarin tvö sumur unnið að því að taka ruslatunnur í bænum og breyta þeim í falleg listaverk. Tunnurnar hafa vakið mikla athygli, en nokkrir hæfileikaríkir listamenn og Skagstrendingar máluðu þær. Þessar glæsilegu tunnur má sjá víðsvegar um bæinn. Tilvalið helgarverkefni að skella sér á rúntinn eða í göngutúr um Skagaströnd og kíkja á tunnurnar.

Við hjá SSNV fögnum öllum slíkum verkefnum, smá og skemmtileg verkefni lífga upp á samfélagið okkar. Eitt af markmiðum í nýrri Sóknaráætlun Norðurlands vestra fyrir árin 2025-2029 er að fá íbúa, fyrirtæki og stofnanir til þess að vinna saman að jákvæðum verkefnum fyrir svæðið, stórum sem smáum. Ruslatunnurnar á Skagaströnd fellur þannig vel undir það markmið og er dæmi um vel heppnað og jákvætt verkefni. Vel gert!