Loftslags- og orkusjóður auglýsir 1 milljarð í styrki til nýtingar og leitar á jarðhita.
Á hverju ári ver ríkissjóður rúmlega 2,5 milljörðum króna til niðurgreiðslu húshitunar á svæðum sem nýta rafmagn eða olíu til húshitunar. Tæplega 10% heimila landsins eru á þessum svæðum.
Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um aukið orkuöryggi og bætta orkunýtni hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa 1.000 m. kr í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með átakinu.
Styrkir verða veittir til sveitarfélaga, orkufyrirtækja eða aðila sem vinna í umboði fyrrnefndra aðila. Styrkupphæð fyrir hvert verkefni getur numið allt að tveimur þriðju af heildarkostnaði, gegn mótframlagi umsækjanda. Áhersla skal fyrst og fremst lögð á að styrkja verkefni hafa það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar og fer styrkhæfi eftir reglugerð sjóðsins nr. 1566/2024 m. breytingum 20. mars 2025.
Umsóknarfrestur er til 1. maí. Á vef Umhverfis- og orkustofnunar má finna allar upplýsingar um skilyrði, nauðsynleg fylgigögn, áherslur og fleira.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550