Hver eru sóknarfæri Norðurlands?

Á ársþingi SSNV, 16. október sl., flutti Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri, áhugavert erindi með fyrirsögninni; Sóknarfæri Norðurlands. Í erindi sínu fór Þóroddur vítt yfir sviðið, ræddi þéttbýlisvæðingu 20. aldarinnar, skort á samstöðu yfir allt Norðurland og að löng varnarbarátta byrgi fyrir sýn á samvinnu. Þá velti hann fyrir sér hvar stjórnsýslan ætti að vera, talaði um Norðurland(a) þing og hver væri hinn lögmæti byggðavinkill.

Þóroddur studdist við glærur í máli sínu og er þær að finna hér.