Í byrjun vikunnar var árlegur haustfundur landshlutasamtaka og Byggðastofnunar um atvinnuráðgjöf og byggðaþróun haldinn í Hvergerði. Fyrir hönd SSNV sóttu þau Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri ásamt Ólöfu Lovísu Jóhannsdóttur, Ástrósu Elísdóttur , Magnúsi Barðdal og Davíð Jóhannssyni fundinn. Að vanda var farið yfir ýmis viðfansgsefni og sameiginlegar áskoranir landshlutasamtaka og hlýtt á nokkrar áhugaverðar kynningar þessu tengt. Að auki voru kynnt nokkur af þeim nýsköpunar- og atvinnuþróunarverkefnum, sem upp á síðkastið hefur verið hleypt af stokkunum eða eru í burðarliðnum á starfssvæði okkar sunnlensku kollega hjá SASS, sem einnig buðu upp á heimsóknir í tvö fyrirtækjanna. Allt í allt vel heppnaður fundur og kærkomið tækifæri þeirra sem starfa á þessum vettvangi að skiptast á skoðunum og deila reynslu sinni með kollegum.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550