Í liðinni var haldinn verkefnafundur í GLOW-verkefnnu, sem SSNV er aðili að og var hann haldinn í Joensuu og nágrenni í Finnlandi. Að þessu sinni nýttum við okkur möguleikan að taka hagaðila með okkur á fundinn og slóust þau Hrafnhildur Sigurðardóttir (Salthús gistihús/Nes listamiðstöð á Skagaströnd) Jón Sigurmundsson (Gimbur gistihús í Fljótum) og Anna Birna Þorsteinsdóttir (Hótel Blönduós) í för með Davíð Jóhannssyni, sem er tengiliður verkefnisins hjá SSNV. Að loknum fundi verkefnahópsins á þriðjudgasmorgninum tók við opinn fundur með kynningum frá aðilum, sem um lengri eða skemmri tíma hafa verið virk í myrkurferðaþjónustu. Leikar bárust svo til skíðabæjarins Koli, þar sem m.a. þeirra útgáfa af myrkurgöngu á snjóþrúgum var prófuð. Athygli vakti hér hvernig almannarými og samkomustaðir eru nýtt til að koma skilaboðum um ljósmengun á framfæri. Einnig voru heimsóttir aðilar sem hafa eða eru að nýta myrkrið í sinni ferðaþjónustu með góðum árangri. Við höldum svo áfram vinnunni hér innan svæðis með hagaðilum m.a. með fundi sem auglýstur verður fljótlega og hvetjum alla þá sem vilja vita meira að vera í sambandi.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550