SSNV kallar eftir tilnefningum til framúrskarandi verkefna á Norðurlandi vestra á árinu 2024.
Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin verður veitt.
Viðurkenningarnar eru veittar í tveimur flokkum:
- Verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
- Verkefni á sviði menningar.
Viðurkenningarnar geta fallið í hlut einstaklinga, hópa, félaga, fyrirtækja eða stofnana á Norðurlandi vestra fyrir framlag sitt í ofangreindum flokkum.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið
2019 fengu: Sýndarveruleiki ehf. og Kakalaskáli.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið
2020 fengu: Vörusmiðja Biopol og Handbendi brúðuleikhús.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið
2021 fengu: Brúnastaðir í Fljótum, Maður og kona ehf. og Sögufélag Skagafjarðar.
Viðurkenningar fyrir framúrskarandi verkefni árið
2022 fengu: Austan Vatna og Ós Textíllistamiðstöð.
Framúrskarandi verkefni á sviði menningar árið 2024: Leikflokkur Húnaþings vestra
Framúrskarandi verkefni á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar árið 2024: Kaffibrennslan Korg í Skagafirði
Tekið er við tilnefningum til miðnættis
15. janúar 2025 í gegnum
rafrænt skráningarform. Ekki er tekið við tilnefningum með öðrum hætti.
Reglur um viðurkenningarnar er að finna
hér.
Upplýsingar um verkefni sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði fyrir árið 2024 má finna
hér.