Síðastliðinn þriðjudag, 18. mars, var boðið upp á fræðslu fyrir konur og kvár um ofbeldi í nánum samböndum í félagsheimilinu á Hvammstanga. Farið var yfir eðli ofbeldissambanda, einkenni sem og möguleg stuðningsúrræði fyrir þolendur heimilisofbeldis. Það á ekkert okkar að þurfa að búa við ofbeldi í neinni mynd, hvorki þau sem fullorðin eru né börn.
Fræðsluerindið er hluti af vitundavakningu sveitarfélagsins Húnaþings vestra, SSNV, lögreglunnar og Kvennabandsins. Áætlað er að halda fleiri sambærileg erindi fyrir aðra hópa á komandi mánuðum.
Vert er að minna á að lögreglan og félagsþjónustan eru alltaf til taks og bjóða hlýtt eyra sem og stuðningsúrræði. Einnig er Aflið – samtök fyrir þolendur ofbeldis með viðtalsráðgjöf á Blönduósi, notendum að kostnaðarlausu.
Sé þörf á tafarlausri aðstoð þá skal ávallt hringja í 112. Fyrir stuðning, spjall eða vangaveltur er hægt að hafa beint samband við Ásdísi Ýr hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í síma 444-0726 eða fjölskyldusvið Húnaþings vestra í síma 455-2400.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550