Evrópuverkefni um nýtingu jarðvarma í Rúmeníu

Magnús Barðdal Reynisson, heldur kynningu um verkefni á okkar svæði.
Magnús Barðdal Reynisson, heldur kynningu um verkefni á okkar svæði.

Nú á dögunum bauðst SSNV að taka þátt í vinnustofu á vegum Evrópuverkefnis GeoThermal Bridge Initiative í Oradea í Rúmeníu. Magnús Barðdal Reynisson verkefnastjóri fór í ferðina og kynnti verkefni á Norðurland vestra. Ferðin var að fullu greidd af verkefninu og var SSNV hluti af stærri hóp íslenskra verkefna sem fengu boð um þátttöku. Rúmenar og Pólverjar eru samstarfsaðilar í verkefninu en í þeim löndum er að finna lághita sem þeir leita leiða við að nýta á sambærilegan hátt og Ísland hefur gert. Það var áhugavert að sjá mismunandi áskoranir sem þjóðir standa frammi fyrir í grænum lausnum og jafnframt góð áminning um hversu framarlega Ísland stendur þegar kemur að nýtingu á grænum orkugjöfum.

SSNV þakkar kærlega fyrir tækifærið til að taka þátt í verkefninu og fyrir fróðlega og lærdómsríka vinnustofu.