Ársfundur Stofnunar rannsóknarsetra HÍ

Dr. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ flutti stutta tölu.
Dr. Jón Atli Benediktsson rektor HÍ flutti stutta tölu.

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands hélt ársfund sinn á Skagaströnd 13. mars sl. en þar hefur verið starfsemi frá því í nóvember 2009. Rannsóknarsvið setursins á Skagaströnd er sagnfræði og er Dr. Vilhelm Vilhelmsson forstöðumaður þar. 

Markmið Stofnunar rannsóknasetra HÍ er að stuðla að rannsóknum, menntun og leiðbeiningu framhaldsnema víða um land, ásamt því að vera vettvangur samstarfsverkefna háskólans við nærumhverfi og nærsamfélög rannsóknarsetranna með samstarfi við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Níu faglega sjálfstæð rannsóknasetur eru staðsett víðsvegar um landið. 

Árlega er haldinn ársfundur og ársskýrsla gefin út og eins og áður segir var fundurinn í ár haldinn á Skagaströnd. Fulltrúi frá SSNV mætti á ársfundinn og hlýddi á fjölbreytt og fróðleg erindi sem þar var boðið upp á. Meðal þeirra sem héldu erindi var Dr. Vilhelm og sagði hann frá fjölbreyttum verkefnum sem starfsfólk setursins á Skagaströnd vinnur að. 

Á Facebook síðu setursins á Skagaströnd er hægt að fylgjast með starfinu þar. Það er gaman að segja frá því að þar er verið að leita að nemendum á háskólastigi sem hafa áhuga á sumarstarfi við sagnfræðirannsóknir.