Húnaþing vestra fyrir hönd Brákar íbúðafélags hses. hefur fengið samþykkt veitingu stofnframlaga frá ríki og sveitarfélagi til byggingar á átta íbúða fjölbýlishúsi á Hvammstanga. Um verður að ræða íbúðir sem eru frá 60 til 90 fermetrar að stærð með einu til þremur svefnherbergjum og verða þær leigðar út fyrir tekju- og eignarminni heimili.
Brák íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun mun halda utan um byggingu og rekstur íbúðanna. Brák var stofnuð árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni í uppbyggingu og rekstri leiguíbúða. Í dag eru 32 sveitarfélög með aðild að Brák.
Brák og Húnaþing vestra auglýsa nú eftir byggingaraðilum til samstarfs um byggingu íbúðanna. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tryggðrar byggðar.
Þú getur lesið nánar á heimasíðu HMS.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550