29. ársþing SSNV haldið í fjarfundi 16. apríl 2021

Föstudaginn 16. apríl sl. var 29. ársþing SSNV haldið í fjarfundi. Þingið sátu 30 fulltrúar sveitarfélaganna sjö á Norðurlandi vestra. Þingforseti var Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri á Skagaströnd. 

Á þinginu flutti Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður stjórnar SSNV, skýrslu stjórnar fyrir árið 2020, þá var ársreikningur SSNV 2020 samþykktur en hagnaður af starfsemi samtakanna var 4,5 millj. kr. Þá var samþykkt almenn ályktun um hagsmuni landshlutans á fjölmörgum sviðum sem og samningur um stofnun Áfangastaðastofu Norðurlands. 

Fluttar voru þrjár kynningar á þinginu: Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, kynnti stofnun Áfangastaðastofu Norðurlands, Róbert Ragnarsson, RR ráðgjöf, sagði frá stöðu sameiningarmála í A-Hún. og Dóra Hjálmarsdóttir, frá Verkís, kynnti stöðu verkefna á Norðurlandi vestra sem ákveðin voru í kjölfar óveðurs í desember 2019. 

Gestir þingsins voru Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, og fluttu þau öll ávarp.  

 

Gögn þingsins eru aðgengileg hér