145 umsóknir bárust Uppbyggingarsjóði

Þann 15. febrúar sl. rann út umsóknarfrestur um styrki úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra árið 2016 en styrkir sjóðsins eru veittir til atvinnuþróunar og nýsköpunar og til menningarverkefna á Norðurlandi vestra.

Að þessu sinni bárust 145 umsóknir sem er nokkru fleira en undanfarin ár. Alls var sótt um styrki að upphæð rúmar 200 milljónir en til úthlutunar eru um 69 milljónir króna.

Nú fer í hönd vinna við yfirferð umsókna og stefnt er að því að svör berist umsækjendum fyrir lok mars.