Business Central ráðgjafi hjá Advania

Advania vill bæta við sig metnaðarfullum og þjónustuliprum einstaklingum til að sinna sérfræðiráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina í Business Central. Jafnframt koma ráðgjafar að innleiðingar- og uppfærsluverkefnum.

Við bjóðum upp á vinnuaðstöðu eins og hún gerist best, áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Endilega sendu okkur umsókn ef þú telur að við eigum samleið.

Starfið gæti hentað þér ef þú:

  • Hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða lokið námi sem viðurkenndur bókari
  • Ert skipulögð/lagður, sýnir frumkvæði og ert sjálfstæð/ur í vinnubrögðum
  • Ert jákvæð/ur, býrð yfir þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hefur reynslu og góða þekkingu á fjárhagskerfum, þá sér í lagi Business Central / Dynamics NAV

Að auki er kostur ef þú:

  • Hefur reynslu af sambærilegu starfi
  • Hefur góða tækniþekkingu og getu til að setja þig inn í ný kerfi
 

Aðrar upplýsingar

Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi - bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.

Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.

Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.

Ferli ráðninga

  1. Tekið á móti umsóknum til 22. janúar 2025
  2. Yfirferð umsókna
  3. Boðað í fyrstu viðtöl
  4. Boðað í seinni viðtöl
  5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
  6. Öflun umsagna / meðmæla
  7. Ákvörðun um ráðningu
  8. Öllum umsóknum svarað

Nánari upplýsingar um starfið