Ráðherra ferðamála hefur gefið út reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingarskyldra aðila vegna Covid-19 faraldursins og áhrifa hans á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki við útreikning tryggingafjárhæðar. Er breytingin hugsuð til að styðja við ferðaþjónustuna á erfiðum tímum og veitir þeim aðilum sem undir tryggingaskyldu falla svigrúm til að bregðast við fjárhagslegum áföllum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu ráðuneytisins.
Athugið að umsóknir ásamt fylgigöngum skulu berast ferðamálastofu fyrir 1. Apríl nk.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550