Barnamenningarsjóður

Hvert er markmiðið? Barnamenningarsjóður starfar samkvæmt reglum nr. 594/2003. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.

Hverjir geta sótt um? Heimilt er að veita styrki úr sjóðnum til einstaklinga, félaga og stofnana. 

Hvað er styrkt? Verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru  fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Heimilt er að veita styrki til námskeiða- og ráðstefnuhalds ef viðfangsefni þeirra rúmast innan meginmarkmiða sjóðsins. Stjórn sjóðsins er heimilt að standa fyrir námskeiðum, ráðstefnum og kynningarstarfsemi og skal kostnaður þá greiddur úr sjóðnum.

Skilyrði úthlutunar Umsóknir skulu gerðar á eyðublöð sjóðsins sem hægt er að nálgast í umsóknarkerfi Rannís. Styrkþegar skulu gera grein fyrir ráðstöfun styrkfjárins innan árs frá móttöku þess. Ákveðin tiltekin verkefni geta haft forgang við úthlutun styrkja sé þess getið í auglýsingu.