Dagskráin Okkur að góðu fer fram á Austurlandi dagana 30. sept. – 2. okt. 2021, en hún samanstendur af þremur tengdum viðburðum: norrænu ráðstefnunni Nordic Food in Tourism á vegum Íslenska ferðaklasans, Matarmóti Matarauðs Austurlands og lausnamótinu Hacking Austurland, sem er af sama toga og það sem haldið var hér á Norðurlandi í apríl á þessu ári.
Dagskráin er tileinkuð matarmenningu, framleiðslu og sjálfbærni á Austurlandi. Spennandi dagar framundan hjá nágrönnum okkar í austri og verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Upplýsingar er að finna á heimasíðu Austurbrúar.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550