Gestir þingsins voru Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis og þingmaður Norðvesturkjördæmis.
Byggðaþróun og atvinnumál var aðalþema þingsins enda það viðfangsefni sem brýnast er að vinna að á svæðinu. Þar fluttu framsögu Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og Ingvar Skúlason, framkvæmdastjóri Klappa ehf. Þóroddur fjallaði um tækifæri Norðurlands vestra en Ingvar ræddi áform um uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Hafursstaði í Skagabyggð. Þeir svöruðu fyrirspurnum að erindum sínum loknum og spunnust góðar umræður um stöðu svæðisins og möguleikana sem felast í uppbyggingu iðnaðar.
Alls sátu þingið um 40 manns, kjörnir þingfulltrúar sveitarstjórnanna á Norðurlandi vestra, alþingismenn og aðrir gestir.
Stjórn SSNV skipa: Adolf H. Berndsen Skagaströnd, formaður, Sigríður Svavarsdóttir Skagafirði, Stefán Vagn Stefánsson Skagafirði, Unnur Valborg Hilmarsdóttir Húnaþingi vestra og Valgarður Hilmarsson Blönduósi.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550