Miðvikudaginn 1. nóv. sl. rann út umsóknarfrestur um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2024. Alls bárust 103 umsóknir þar sem óskað var eftir rúmum 221 milljón kr. í styrki. Er þetta aukning um 5% í umsóknum frá síðasta ári. Til úthlutunar eru rúmar 70 milljónir kr.
Umsóknirnar fara nú til umfjöllunar hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðsins. Stefnt er að svörum til umsækjenda um mánaðarmótin nóvember/desember 2023.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550