33. ársþing SSNV var í gær

Þingforsetinn Sigfús Ingi Sigfússon og gestir þingsins; María Rut Kristinsdóttir, Arnar Þór Sævarsso…
Þingforsetinn Sigfús Ingi Sigfússon og gestir þingsins; María Rut Kristinsdóttir, Arnar Þór Sævarsson, Ólafur Adolfsson og Arna Lára Jónsdóttir.

33. ársþing SSNV var haldið í gær í Gránu á Sauðárkróki og heppnaðist vel. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og fjöldi góðra gesta.

Vönduð og fjölbreytt erindi voru á þinginu í ár. Einar E. Einarsson formaður stjórnar SSNV opnaði þingið og flutti ávarp. Þá mættu á þingið þingmennirnir Ólafur Adolfsson, Arna Lára Jónsdóttir og María Rut Kristinsdóttir og fluttu ávörp sem og Arnar Þór Sævarsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þingfulltrúar fengu tækifæri til að miðla mikilvægum málefnum landshlutans til þessara góðu gesta og tóku jafnframt þátt í vinnustofu á vegum Sambandsins, en til stendur að endurskoða 9. kafla sveitarstjórnarlaga. Tilgangur vinnustofunnar var að eiga samráð við sveitarstjórnarfólk og fá efnivið fyrir Innviðaráðuneytið við mótun tillagna til breytinga.  

Á þinginu afhenti Sveinbjörg Rut Pétursdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Byggðagleraugun 2025.

Á næstu dögum munu birtast frekari fréttir frá ársþinginu. Gögn þingsins má nálgast hér.