31. Ársþing SSNV sendir frá sér eftirfarandi ályktun í ljósi nýgreindra riðusmita

31. Ársþing SSNV skorar á Matvælaráðherra að fara án tafar í breytingar á reglugerð um útrýmingu á riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar, nr. 651/2001. Jafnframt þarf að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn til rannsókna.

Greinargerð:

Undanfarin misseri og ár hefur riðuveiki í sauðfé greinst jafnt á sýktum svæðum sem og á skilgreindum hreinum svæðum þar sem liðið hafa meira en 20 ár frá síðasta riðutilfelli, eða aldrei áður eins og nú er tilfellið í Miðfjarðarhólfi. Mikill kostnaður fylgir niðurskurði vegna riðu fyrir hið opinbera sem og bændur. Endurskoðun á reglugerðinni hefur staðið yfir í nokkur ár og þokast málið lítið áfram í Matvælaráðuneytinu. Leggja þarf meiri áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og tryggja fjármagn í rannsóknir á verndandi arfgerðum til að koma í veg fyrir ný smit og enduruppkomu smita. Tryggja þarf betra utanumhald um gamla förgunarstaði og aukið fjármagn til viðhalds á sauðfjárveikivarnarlínum.