130 umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2025

Metfjöldi umsókna var í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2025 en alls bárust 130 umsóknir. Þar af voru 50 atvinnu- og nýsköpunar verkefni, 69 menningarverkefni og 11 umsóknir um stofn- og rekstrarstyrk. Alls var óskað eftir 242.821.781kr en til úthlutunar eru 60 milljónir. 

Aldrei áður hafa borist jafn margar umsóknir en frestur til að sækja um í sjóðinn rann út 4. nóvember sl.

Nú fer fram yfirferð umsókna hjá úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs. Stefnt er að því að svör berist umsækjendum um mánaðarmótin nóv/des.

 

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Með samkeppnissjóði er átt við að samkeppni milli verkefna ræður úthlutun, þ.e. bestu verkefnin að mati fagráðs hljóta brautargengi.