Dætur og synir Norðurlands vestra

Hér má finna upplýsingar tengdar persónum í skiltaverkefninu "Dætur og synir Norðurlands vestra" og má nálgast þær í gegenum QR-kóða, sem er að finna á skiltunum sjálfum.

Upphafið af verkefninu má rekja til vorsins 2020 þegar að kallað var eftir hugmyndum að átaksverkefnum í tengslum við aukafjárveitingu úr sóknaráætlun landshlutans vegna heimsfaraldursins. Ein af hugmyndunum var sú að koma fyrir skiltum á Norðurlandi vestra  um persónur sem hefðu getið sér gott orð á ýmsum sviðum þjóðlífsins og tengdust stöðum á svæðinu. Verkefnið hlaut fljótlega ofangreint vinnuheiti, en ákveðið var að bíða með frekari skref þangað til ný grunnhönnun merkinga á ferðamannastöðum og friðlýstum svæðum lægi fyrir, sem var seinni part síðasta árs.