Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Þriðjudaginn 18. nóvember verður haldið málþing um leiðir til byggðafestu á sauðfjárræktarsvæðum Dalabyggðar, Stranda og Húnaþings vestra. Málþingið er lokapunktur verkefnis sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra (SSNV) hafa unnið að á undanförnum misserum.
Loftslags- og orkusjóður hefur nú auglýst 100 milljónir króna í styrki til orkusparandi aðgerða í gróðurhúsum, þar sem markmiðið er að styðja garðyrkjuframleiðendur við að draga úr orkunotkun, efla rekstrarhagkvæmni og innleiða tæknivæddar lausnir sem styrkja samkeppnishæfni greinarinnar. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk.
Innviðaráðherra hefur opnað fyrir umsóknir um framlög samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun 2022–2036 vegna aðgerðar C.1 – sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, þar sem allt að 170 milljónir króna verða veittar árið 2026 til verkefna sem styðja við svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi eða einhæft atvinnulíf. Umsóknum skal skilað í umsóknargátt Byggðastofnunar fyrir miðnætti 22. janúar 2026.
Fundargerð 132. fundar stjórnar SSNV, 3. nóvember 2025
Fundargerð 131. fundar stjórnar SSNV, 24. október 2025
Fundargerð 130. fundar stjórnar SSNV, 20. október 2025
Ríkisstjórnin vinnur að nýrri atvinnustefnu sem er ætlað að stuðla að aukinni framleiðni og leggja grunn að næsta hagvaxtarskeiði Íslands. Ýmis tækifæri eru til staðar til að auka fjárfestingu í atvinnuþróun og hefja kraftmiklar framkvæmdir sem bæta munu lífskjör í landinu.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir kröftugum hjúkrunarfræðingi á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.