Samtök Sveitarfélaga á Norðurlandi Vestra
Stafræna teymi Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur fyrir kynningarfundum með sveitarfélögum í öllum landshlutum á næstu mánuðum
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur úthlutað styrkjum til tækjakaupa fyrir lífræna framleiðslu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkum styrkjum er úthlutað. Tveir bændur í landshlutanum hlutu styrki að þessu sinni.
Lögum samkvæmt leggur innviðaráðherra fram á Alþingi á hverju kjörtímabili tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára og samhliða henni tillögu að aðgerðaáætlun til fimm ára. Gildandi byggðaáætlun sem var einróma samþykkt á Alþingi í júní 2022 nær til ársins 2036 en aðgerðaáætlun hennar til ársloka 2026.
Fundargerð 127. fundar stjórnar SSNV, 2. september 2025
Fundargerð 126. fundar stjórnar SSNV, 15. ágúst 2025
Fundargerð 125. fundar stjórnar SSNV, 21. júlí 2025
Ríkisstjórnin vinnur að nýrri atvinnustefnu sem er ætlað að stuðla að aukinni framleiðni og leggja grunn að næsta hagvaxtarskeiði Íslands. Ýmis tækifæri eru til staðar til að auka fjárfestingu í atvinnuþróun og hefja kraftmiklar framkvæmdir sem bæta munu lífskjör í landinu.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) á Sauðárkróki óskar eftir kröftugum hjúkrunarfræðingi á sjúkra- og hjúkrunarsvið. Ráðningartími og starfshlutfall er samkv. samkomulagi.
Mannauðssvið Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) óskar eftir að ráða nákvæman og skipulagðan aðila í starf mannauðsfulltrúa. HSN leggur áherslu á að greiða samkeppnishæf laun.
Hægt er að sinna starfinu frá öllum megin starfsstöðvum HSN.