06.04.2022
Ólöf Lovísa Jóhannsdóttir hefur hafið störf sem atvinnuráðgjafi á sviði nýsköpunar. Hún veitir ráðgjöf við gerð styrksumsókna, gerð viðskiptaáætlana, þróun hugmynda og allt það sem viðkemur nýsköpun.
Lesa meira
04.04.2022
Matsjáin stendur fyrir matarmarkaði á Hótel Laugarbakka fimmtudaginn 7. apríl nk. þar sem gestum verður boðið að kynnast matarfrumkvöðlum og vörum þeirra. Á matarmarkaðinum gefst matarfrumkvöðlum verkefnisins tækifæri á að kynna sig og vörur sínar. Markaðurinn er hluti af lokaviðburði verkefnisins.
Lesa meira
04.04.2022
Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) hafa veitt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) viðurkenninguna Byggðagleraugun 2022 fyrir árangursríka uppbyggingu starfsstöðvar stofnunarinnar á Sauðárkróki. Starfsstöðin hefur mikla þýðingu fyrir samfélögin á Norðurlandi vestra og þykir fyrirmyndar dæmi um árangursríkan flutning verkefna á landsbyggðina. Starfsstöðin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin misseri og fer starfsmönnum fjölgandi með fjölgun verkefna. Vinnustaður eins og HMS hefur mikla þýðingu fyrir samfélagið.
Lesa meira
02.04.2022
Á dögunum var haldin glæsileg fjárfestahátíð á Siglufirði. Nýsköpunarhreyfingin Norðanátt stóð fyrir hátíðinni og var hún lokaskref í nýsköpunarhringrás sem hófst á hraðli, að honum loknum tók við vaxtarrými – 8 vikna þjálfunarbúðir þar sem 8 fyrirtæki fengu stuðning við að þróa sínar hugmyndir og móta enn frekar. Lokaskrefið var svo fjárfestahátíðin. Norðanátt var styrkt af Lóu, nýsköpunarsjóði fyrir landsbyggðina.
Lesa meira
31.03.2022
Umhverfis-, orku-, og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum lögaðila, þ.m.t. sveitarfélaga, um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 7. maí 2022.
Lesa meira
31.03.2022
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarlöndum? Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum.
Næsti umsóknarfrestur er 3. maí 2022.
Lesa meira
29.03.2022
Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir í Matvælasjóð og er umsóknarfrestur til og með 26. apríl 2022.
Lesa meira