Starfsmenn SSNV kynna Evrópuverkefni á verkefnastefnumóti Norðurslóðaáætlunarinnar

Sveinbjörg og Davíð, starfsmenn SSNV, tóku þátt í verkefnastefnumóti Norðurslóðaáætlunarinnar sem haldið var á Hótel Laugarbakka í Miðfirði dagana 31. október og 1. nóvember. Viðburðurinn var ætlaður tengiliðum allra verkefna sem hlotið hafa stuðning á þessu áætlunartímabili 2021–2027.

Á dagskrá voru kynningar á fjölbreyttum verkefnum sem unnið er að innan Norðurslóðaáætlunarinnar, auk umræðna um framgang þeirra og möguleika til úrbóta. SSNV kynnti þau þrjú Evrópuverkefnin sem samtökin eru að vinna að og deildu reynslu sinni af þátttöku í Norðurslóðasamstarfinu.

Með verkefnastefnumóti af þessu tagi styrkir Norðurslóðaáætlunin enn frekar stöðu sína sem mikilvægur samstarfsvettvangur fyrir svæði á Norðurslóðum og leggur grunn að farsælu framhaldi evrópskra samstarfsverkefna.

 

Hér geti þið lesið nánar um Evrópuverkefni sem SSNV er aðili að.