Sérfræðingur í stafrænum markaðslausnum

1. Sérfræðingar í stafrænum markaðslausnum 

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) leitar eftir aðila/aðilum sem veita tæknilegar þjónustulausnir á sviði markaðssetningar til samstarfs í verkefninu Digi2Market sem fjármagnað er að hluta til af Norðurslóðaáætlun. 

 

Markmið samstarfsins: Hanna og þróa nýstárlegar tæknilegar markaðslausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Norðurlandi vestra. 

 

2. Forsaga verkefnis 

SSNV, er hluti af fjölþjóðlegu verkefnateymi sem vinnur að því að þróa nýstárlegar tæknilegar markaðslausnir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. 

Verkefnateymið mun taka þátt í að skapa tæknilegar markaðslausnir til að hámarka möguleika tækninnar til að bæta hag fyrirtækja. Stafrænt umhverfi 

getur gert notendum kleift að skoða hvernig vörur, ferlar eða þjónusta virkar í raunheimum.  Þessi tækni auðveldar samskipti við viðskiptavini og gerir 

fyrirtækjum mögulegt að leyfa viðskiptavinum að upplifa sögu fyrirtækis, vöruna eða þjónustuna sem veitt er. Þetta getur aukið jákvæð samskipti  viðskiptavina við fyrirtækið og um leið skapað markaðsefni sem er sniðið að ákveðnum markhópi. Aukið virði vörumerkis skilar sér sjálfkrafa í auknum við-skiptum til lengri tíma ásamt því að það eykur líkurnar á að núverandi viðskiptavinir verði fastir viðskiptavinir fyrirtækisins. Að auki veitir þessi tækni möguleika á að safna nákvæmari og áreiðanlegri greiningum á neytendum, sem gefur fyrirtækjum kost á að sníða  markaðsherferðir sínar að. 

SSNV óskar eftir samstarfi við sérfræðinga sem veita þjónustu á sviði skapandi hönnunar og tækni með það að markmiðið að hanna og þróa nýstárlegar 

tæknilegar markaðslausnir fyrir fyrirtæki á Norðurlandi vestra. Verkefnateymið hefur áhuga á að vinna með tæknilegum sérfræðingum (hvort 

sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki) að markmiðum verkefnisins en verkefnið stendur yfir næstu tvö árin. Markmið verkefnisins er að skapa nýstárlegar, vel skilgreindar, notendavænar og tæknilegar markaðslausnir. Á næstu 16 mánuðum er stefnt að því að þróa tæknilegar markaðslausnir fyrir þrjú til fjögur 

fyrirtæki á Norðurlandi vestra. 

 

3. Markmið 

Skref 1 

  • Skilja þarfir viðskiptavinarins og markmið hvers fyrirtækis 
  • Skilgreina og skilja lykil viðskiptavini/neytendur fyrirtækja 
  • Þekkja nýstárlegar tæknilausnir sem geta komið á framfæri einstökum markaðssögum þátttakandi fyrirtækja 
  • Þróa tillögur að nýstárlegum leiðum til upplifunar sem styðja markmið fyrirtækjanna sem taka þátt 

Þegar skrefi eitt er lokið verður niðurstöðunum deilt með fyrirtækjum sem taka þátt og þeim gefinn kostur á að prófa hvort ætlaðar tæknilausnir hafi 

tilætlaða virkni. Hvert fyrirtæki velur tillögu til að halda áfram með í skref tvö.  

Skref 2 

  • Þróa valdar hugmyndir áfram sem frumgerðir 
  • Prófa tillögur með hugsanlegum neytendum til að meta viðhorf, áhuga og notendagildi 
  • Skapa viðeigandi stafrænt markaðsefni (hljóð og sjónrænt) 
  • Þróa stafræna frumgerð  
  • Þróa greiningaraðferðir og fella inn í frumgerðina 
  • Framkvæma notendakannanir 
  • Endurgjöf og umræður með viðskiptavini/fyrirtækjum

Skref 3 

  • Deila stafrænu markaðslausnum beint til neytenda, sem hluta af markaðsaðgerðum fyrirtækjanna 

Skref 4 

  • Fylgjast með og mæla niðurstöður lausnanna sem þróaðar hafa verið 
  • Greina frá gögnum sem safnað er með greiningum  
  • Greina hvaða aðferðir eru árangursríkar og grípa inn í með viðeigandi aðgerðum þar sem markmiðum er ekki mætt 

Skref 5 

Útbúa og afhenda stuðningsefni sem útskýrir hugmyndir á bak við mismunandi tæknilausnir og tengt markaðsefni. Þetta gæti meðal annars innifalið: 

  • Skjöl eða skýrslur sem kynna kosti stafrænna tæknilausna almennt, og einnig sérstaklega tengt viðkomandi atvinnugrein 
  • Umsagnir og meðmæli fyrir best-practice í innleiðingu á viðeigandi forriti og/eða aðferðum tengdum skynjuðum og/eða sýndarveruleika 
  • Case studies þar sem stafrænar markaðslausnir þróuðust sem hluti af verkefninu 

 

Ætlast er til að sérfræðingar taki fullan þátt í verkefnafundum bæði með SSNV og í víðara samstarfi með fjölþjóðlegum samstarfsaðilum. Fjölþjóðlegu 

samstarfsfundirnir fara fram mánaðarlega í gegnum Zoom en fundir augliti til auglitis fara fram á sex mánaða fresti á vinnusvæði þátttakenda 

(Írland/Finnland/Ísland/Norður-Írland). Verkefnið greiðir fyrir ferðir, gistingu og uppihald þar sem við á. 

 

Tímalína og fjárhagsáætlun 

Niðurstöðum verkefnisins þarf að skila fyrir lok desember 2020.  

 

4. Umsóknarkröfur 

Umsækjandi skal skila inn samantekt af sinni tillögu og hvernig hún mætir lykilmarkmiðum sem tilgreind eru í hluta þrjú. Setja þarf fram dæmi sem 

gætu átt við fyrirtæki sem starfandi eru á Norðurlandi vestra. Þar ætti að koma fram hugmynd að aðferðarfræði, nálgun að viðfangsefni/hugmyndafræði, hugmynd um tíma og verkáætlun og kostnaðaráætlun sem byggist á áföngum 

verkefnisins. Þjónustuveitendur geta jafnframt óskað eftir því að sýna mögulega notendaviðmót, grafískar eftirlíkingar og hugmyndir að markaðsnálgun. 

Einnig er frjálst að sýna fram á getu viðkomandi með möppu/lista af fyrri verkefnum, meðmælum frá fyrrum viðskiptavinum og/eða umsagnir, og ferilskrá þeirra sem mögulega kæmu að vinnu við verkefnið. 

 

5. Mat á einstökum þáttum umsóknar  

Umsóknir verða metnar á eftirfarandi þáttum þar sem þættir umsóknar vega: 

  • Kostnaðaráætlun 50% 
  • Skilningur á verkefni 15% 
  • Hugmynd og gæði tillögu viðkomandi á tæknilegum markaðslausnum fyrir verkefnið 10% 
  • Nýsköpun í að veita einstakar tæknilegar lausnir á markmiðum verkefnisins 10% 
  • Gæði verkáætlunar 10% 
  • Gæði tímaáætlunar sem tryggir að tímaáætlun verkefnisins standist 5% 

 

 

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, atvinnuráðgjafi SSNV, í síma 866-5390 eða á netfanginu sveinbjorg@ssnv.is.