Ræsing Húnaþinga lauk fyrir helgi þar sem þrjú verkefni voru verðlaunuð. Alls voru það sjö verkefni sem skiluðu inn viðskiptaáætlun. Ræsing Húnaþinga var samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar og sveitarfélaga í austur- og vestur Húnavatnssýslum.
Þátttakendur fengu 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fengu þátttakendur verkefnanna fræðslu og stuðning frá verkefnissjóra Nýsköpunarmiðstöðvar við gerð viðskiptaáætlunarinnar.
Dómnefnd var skipuð fulltrúum sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Verkefnin voru metin út frá nýsköpun á svæði, atvinnusköpun, viðskiptaáætluninni sjálfri, raunhæfi verkefnis og líkum á að verkefninu verði hrint í framkvæmd.
Sonja Líndal hlaut eina milljón í verðlaun fyrir verkefnið Hestatannlæknirinn og Olga Lind Geirsdóttir hlaut einnig eina milljón fyrir verkefnið Lopalind, en verkefnið gengur út á að setja á fót spunaverksmiðju.
Verkefni Biopol, Grásleppa í neytendaumbúðir, hlaut einnig hvatningarverðlaun til áframhaldandi þróunar á sínu verkefni. En verkefnið gengur út á að finna leiðir til að fullnýta grásleppu.
SSNV óskar öllum þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550