Viðskiptahraðallinn Hugsum hærra hófst mánudaginn 11. janúar undir stjórn Einars Sigvaldasonar, ráðgjafa hjá Senza. Hraðallinn fer fram á netinu í gegnum forritið Zoom þar sem frumkvöðlar af Norðurlandi vestra og Vestfjörðum koma saman. Alls taka tíu fjölbreytt fyrirtæki þátt, þar af fimm af Norðurlandi vestra:
Fyrirtækin sem taka þátt á Vestfjörðum eru:
Hraðallinn er unninn í samstarfi við Senza og Vestfjarðarstofu og stendur yfir vikuna 11-15. janúar. Markmið hraðalsins er að aðstoða fyrirtæki að vinna fjárfestakynningar, skrifa styrkumsóknir, móta stefnu og ramma inn viðskiptaáætlun. Fyrirtækin halda svo áfram í reglulegri eftirfylgni með atvinnuráðgjafa samtakanna næstu mánuðina.
Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga
Kt. 541292-2419
S. 419 4550