Fundargerð 63. fundar stjórnar SSNV, 2. febrúar 2021

Hér má nálgast fundargerðina á pdf formi.

 

Fundargerð 63. fundar stjórnar SSNV, 2. febrúar 2021.

 

Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 kom stjórn SSNV saman til fundar á Hvammstanga. Hófst fundurinn kl. 09:30.

 

Mætt voru: Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Þorleifur Karl Eggertsson, Álfhildur Leifsdóttir, Halldór G. Ólafsson, Anna Margret Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Ingibjörg Huld Þórðardóttir, formaður, setti fundinn og stjórnaði honum.

 

Dagskrá

 

  1. Tilnefning kjörnefndar.
  2. Samningur um áfangastaðastofu.
  3. Fjárframlög Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.
  4. Áhersluverkefni.
  5. Bréf frá Reykjavíkurborg.
  6. 29. ársþing SSNV.
  7. Fundargerðir.
  8. Umsagnarbeiðnir.
  9. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  10. Önnur mál.

 

Afgreiðslur

1.      Tilnefning kjörnefndar.

Skv. grein 4.3 í samþykktum SSNV ber stjórn að kjósa fimm manna kjörnefnd eigi síðar en 1. mars ár hvert. Stjórn kýs eftirtalda aðila í kjörnefnd:

Regína Valdimarsdóttir, formaður

Álfhildur Leifsdóttir

Guðmundur Haukur Jakobsson

Halldór G. Ólafsson

Þorleifur Karl Eggertsson

 

2.      Samningur um áfangastaðastofu. 

Lögð fram drög að samningi um áfangastaðastofur við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og þjónustusamningi við Markaðsstofu Norðurlands um rekstur áfangastaðastofu.

 

Stjórn samþykkir samningana með breyttu orðalagi 7. greinar þjónustusamnings við MN og með fyrirvara um samþykki sveitarfélaga á starfssvæðinu.

 

3.      Fjárframlög Sóknaráætlunar Norðurlands vestra. 

Lögð fram tilkynning frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um fjárframlög til sóknaráætlana landshlutanna. Heildarframlög til Sóknaráætlunar Norðurlands vestra eru kr. 105.849.565 sem er hækkun um kr. 10.120.528 frá fyrra ári.

 

4.      Áhersluverkefni 

Stjórn samþykkir að viðbótarfjármagni til Sóknaráætlunar Norðurlands vestra verði varið til áhersluverkefnis sem áður hafði verið skilgreint, Auknar fjárfestingar á Norðurlandi vestra, kr. 10.120.528.-

 

5.      Bréf frá Reykjavíkurborg. 

Lagt fram til kynningar bréf frá Reykjavíkurborg vegna kröfu borgarinnar á hendur íslenska ríkinu um greiðslu framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Bréfið er svar við bréfi stjórnar SSNV dags. 1. desember 2020 þar sem tekið var undir bókun byggðarráðs Skagafjarðar og sú staða sem komin er upp í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur sjóðnum, hörmuð. Í bréfinu kemur fram að Reykjavíkurborg hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu þar sem gerð er krafa um greiðslu framlaga úr sjóðnum fyrir árin 2015-2019.

 

Stjórn SSNV leggur ríka áherslu á að framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélaga í landinu skerðist ekki komi til þess að gengið verði að kröfu Reykjavíkurborgar.

 

6.      29. ársþing SSNV. 

Farið yfir undirbúning 29. ársþings SSNV sem skv. starfsáætlun á að fara fram 16. og  17. apríl. Til stóð að halda tveggja daga þing en vegna aðstæðna ákveður stjórn að þingið verði einn dagur og haldið föstudaginn 16. apríl 2021 í A-Húnavatnssýslu leyfi samkomutakmarkanir það. Að öðrum kosti fari það fram þann sama dag í fjarfundi. Framkvæmdastjóra falið að hefja undirbúning þingsins í samræmi við samþykktir samtakanna.

 

7.      Fundargerðir lagðar fram til kynningar. 

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 7. desember 2020. Fundargerðin.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál, 11. janúar 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 14. desember 2020. Fundargerðin.

Stjórn SSH, 18. janúar 2021. Fundargerðin.

Stjórn SSS, 16. desember 2020. Fundargerðin.

Stjórn Vestfjarðastofu, 16. desember. Fundargerðin.

Stjórn SSNE, 13. janúar 2021. Fundargerðin.

Stjórn SASS, 15. janúar 2021. Fundargerðin.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 16. desember 2020. Fundargerðin.

Byggðamálaráð, 7. janúar 2021. Fundargerðin.

 

8.      Umsagnarbeiðnir og mál í samráðsgátt stjórnvalda. 

Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032. Mál í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 23. febrúar 2021.

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál. Umsagnarfestur til 18. febrúar 2021.

Tillaga til þingsályktunar um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar, 125. mál. Umsagnarfrestur til 11. febrúar 2021.

Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld. 121. mál. Umsagnarfrestur r til 11. febrúar 2021.

Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 115. mál. Umsagnarfrestur til 11. febrúar 2021.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006 (minnuhlutavernd o.fl.).345. mál. Umsagnarfrestur er til 10. febrúar 2021.

Frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. 368. mál. Umsagnarfrestur er til 9. febrúar 2021.

Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. 370. mál. Umsagnarfrestur er til 9. febrúar 2021.

Frumvarp til laga um breytingar á jarðalögum, nr. 81/2004 (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingaskylda o.fl.). 375. mál. Umsagnarfrestur er til 10. febrúar 2021.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.). 418. mál. Umsagnarfrestur er til 10. febrúar 2021.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja). 419. mál. Umsagnarfrestur er til 10. febrúar 2021.

Drög að breytingum á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis. Mál í samráðsgátt stjórnvalda nr. 11/2021. Umsagnarfrestur til 4. febrúar 2021.

 

Framkvæmdastjóra er falið að senda inn umsagnir um eftirfarandi mál:

 

a)    Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs og drög að breytingum á lögum vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis, þar sem áhersla verði lögð á mikilvægi þess að kostnaðarmeta stefnuna og lagabreytingarnar með tilliti til aukinna útgjalda sveitarfélaga og þar með hugsanlegs kostnaðarauka fyrir íbúa.

b)    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fiskveiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða í samræmi við samþykkt 28. ársþings og 4. haustþings samtakanna frá 23. október 2020 þar sem lagst er gegn framlagningu frumvarpsins.

 

Ekki þykir ástæða til umsagnar um önnur mál.

 

9.      Skýrsla framkvæmdastjóra. 

Flutt munnlega á fundinum.

 

10.  Önnur mál.

 

a)      Markaðsstofa Norðurlands 

Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi SSNV í stjórn Markaðsstofu Norðurlands fer yfir helstu störf Markaðsstofunnar.

 

b)     Stafrænt ráð sveitarfélaga.

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi SSNV í stafrænu ráði sveitarfélaga fer yfir helstu störf ráðsins.

 

c)      Erindi frá Hjalta Viðari Reynissyni.

Sveitarstjórn Skagastrandar barst erindi frá Hjalta Viðari Reynissyni er varðar hugsanlega orkuframleiðslu í landshlutanum. Var erindinu vísað til umfjöllunar á vettvangi SSNV. Stjórn þakkar erindið og felur Magnúsi Jónssyni, verkefnisstjóra fjárfestinga að skoða málið í samvinnu við hagaðila.

 

Fleira ekki tekið fyrir. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:15.

 

Ingibjörg Huld Þórðardóttir

 

Halldór G. Ólafsson

 

Þorleifur Karl Eggertsson

 

Álfhildur Leifsdóttir

 

Anna Margret Sigurðardóttir

 

Unnur Valborg Hilmarsdóttir